Hleð Viðburðir

Hannesarholt hefur frá upphafi hlúð að sönghefð íslendinga og býður upp á klukkustundar fjöldasöng á tveggja vikna fresti yfir veturinn, þar sem textar birtast á tjaldi, tónlistarmaður leikur með og stjórnar fjöldasöng. Allir taka undir með sínu nefi og börn frá frítt inní fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 krónur.

Harpa Þorvaldsdóttir söngkona og tónmenntakennari hefur haldið utanum söngstundirnar í vetur og stjórnar síðustu söngstund annarinnar. Hún er kórstjóri í Laugarnesskóla í Reykjavík og sér meðal annars um morgunsöng þar á hverjum morgni auk vikulegrar samsöngsstundar á Hrafnistu í Reykjavík. Söngurinn er henni mikið hjartans mál, sem sameinar kynslóðir, varðveitir tungumálið og hressir bætir og kætir.

Opið í veitingastofum Hannesarholts frá 11.30-17.

Upplýsingar

Dagsetn:
26/05/2019
Tími:
14:00 - 15:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904