SYNGJUM SAMAN MEÐ VÍSUM&SKVÍSUM
22/09/2019 @ 14:00 - 15:00
Hannesarholt hlúir að innsta kjarna íslenskrar menningar: sönghefðinni og býður uppá samsöng fyrir alla, unga sem aldna, íslendinga sem aðflutta, undir stjórn kunnáttufólks. Textar á tjaldi og allir taka undir. Sunnudaginn 22.september kl.14 er það tvíeykið Vísur og skvísur sem leiðir sönginn.
Vísur og skvísur samanstendur af þeim Vigdísi Hafliðadóttur og Þorgerði Ásu Aðalsteinsdóttur, sem báðar hafa stundað nám við Norræna Vísnasöngskólann í Kungälv í Svíþjóð. Á heimaslóðum vilja þær auka veg vísnasöngs, sérstaklega þar sem í samtali við áhorfendur eru flutt lög úr ýmsum (oftast norrænum) áttum sem spanna breidd tilfinninga þar sem textinn hefur ekki síðra vægi en laglínan.