Hleð Viðburðir

Systur stjórna fyrsta Syngjum saman þessa önnina, laugaradaginn 30.september kl.14 og er mikil tilhlökkun í húsi vegna þess. Við bjóðum þær hjartanlega velkomnar í samsöng í Hannesarholti í fyrsta sinn. Að sjálfsögðu er átt við systurnar sem komu fram fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Íslands hönd 1922. Frítt inn og textar á tjaldi svo að allir geti sungið með.

Syngjum saman í Hannesarholti veturinn 2023-2024 er tileinkað Marinellu Ragnheiði Haraldsdóttur, sem var fædd 1933 og hefði því orðið níræð 14.september 2023. Hannesarholt er til vegna hennar og hún mætti á alla Syngjum saman viðburði með mér þar til heimsfaraldurinn truflaði taktinn. Um leið og við minnumst hennar og heiðrum, viljum við taka hana okkur til fyrirmyndar. Söngurinn fylgdi henni ævina út, þar til hún lést 11.júlí síðastliðinn. Frítt er inná Syngjum saman í minningu hennar í vetur, textar á tjaldi og allir geta sungið með. Allar kynslóðir velkomnar.

Systur eða Sigga, Beta og Elín eru Sigríður, Elísabet og Elín Eyþórsdætur. Þær byrjuðu aða skapa saman tónlist 2011 undir nafninu Sísý Ey og gáfu meðal annars út raftónlistarsmellinn Ain’t Got Nobody árið 2013 í samstarfi við DJ Oculus.

Árið 2022 unnu þær Söngvakeppni sjónvarpsins með þjóðlagakennda laginu Með hækkandi sól (sem Lay Low samdi) og kepptu fyrir Íslands hönd í Tórínó undir nafninu Systur.

Systurnar eru af tónlistarfjölskyldu, en foreldrar þeirra eru Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson. Móðurbróðir þeirra er KK.

Veitingahúsið í Hannesarholti er opið alla daga nema sunnudaga og mánudaga.

Upplýsingar

Dagsetn:
30/09/2023
Tími:
14:00 - 15:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map