Hjörtur Hjartarson – 2023 Nýjar myndir
10/08/2023 @ 15:00 - 17:00
Nýjar myndir 2023 – Hjörtur Hjartarson
Þessi einkasýning endurspeglar margar stórar upplifanir listamannsins á árinu 2023, einskonar dagbók.
Í byrjun árs fór hann í fyrsta sinn til Afríku, eitthvað sem hann hafði dreymt um síðan hann var ungur drengur. Í safaríferðinni í „Masai Mara“ þjóðgarðinum í Kenýa varð hann fyrir miklum áhrifum af fegurð sléttanna, víðáttunnar, birtunnar, trágróðursins og rauðbrúna jarðvegsins í Afríku. Allt þetta smýgur síðan hljóðlega inn í listsköpun hans á árinu.
Hann fór líka s.l. vetur á sýninguna „Monet og Mitchell“ í Louis Vuitton safninu í París sem hafði mjög sterk áhrif á hann.
Hjörtur lítur á list sína og þá list sem hann sækir í að hún sé eins og blóm til áhorfandans og að áhorfandinn með upplifun sinni sé eins og býflugan sem fær hunang sitt að launum fyrir huga og sál.
Þetta ár hefur jógaiðkun hans líka aukist og hefur tónheilunin í tímunum þar gefið honum aukið rými fyrir listsköpunina.
Hughrif hvers dags fyrir sig koma beint fram í verkunum hans s.s. að fanga fegurðina í allri sinni dýrð.
Sýningin er opin í Hannesarholti frá 10. – 31.ágúst 2023
ENSKA:
New Paintings 2023 – Hjörtur Hjartarson
This private exhibition reflects many big experiences in the artist‘s life in the year of 2023, just like a diary.
In the beginning of the year he went on his first time to Africa, something that he had dreamt about since he was a little boy. He was blown away the the beauty on the safari trip in „Masai Mara“ National Park in Kenya by the beauty of the scenery: the plains, the wildness, the brightness, the vegetation and the red soil of Africa. All those things slip quietly into his art work of this year.
He also visited an exhibition „Monet and Michell“ in the Louis Vuitton Musem in Paris, which inspired him immensely.
Hjörtur sees art like a flower for the audience and the audience is like a bee sucking honey as a reward for the mind and soul.
This year his yoga practice has also increased and the tone healing in the classes have created an extra space in his artistics creations.
The impressions of each day are directly expressed in Hjörtur‘s art, such as capturing the beauty in all its glory.
The exhibit is open in Hannesarholt from August 10th to 31st 2023