Úlfur Eldjárn í Hannesarholti
17/05/2023 @ 20:00 - 21:00
**English below**
Úlfur Eldjárn sest við flygilinn í Hannesarholti, þar sem hann mun blanda saman píanóleik og raftónlist á einstakan hátt. Úlfur notar tölvu og hljóðgervla til að víkka út náttúrulegan hljóðheim píanósins, með því að lúppa hann og meðhöndla í rauntíma.
Tónleikarnir eru ferðalag um hina ýmsu hljóðheima þar sem píanóið er uppsprettan. Tónlistin spannar allt frá einföldum laglínum yfir í marglaga draumkenndan og verða tónleikarnir einstök upplifun þar sem áhorfendum gefst tækifæri til að upplifa í návígi einstakan hljóm Steinwayflygilsins í bland við alltumlykjandi hljóðheim sem er skapaður á staðnum. Unnendur mínímalískrar píanó- og ambient tónlistar ættu ekki að láta þessa tónleika framhjá sér fara.
Úlfur Eldjárn er tónskáld, hljóðfæraleikari og raftónlistarmaður og hefur samið og framleitt tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarpsþætti og leikhús auk eigin verkefna þar sem hann fer gjarnan ótroðnar slóðir, m.a. í gagnvirku verkunum Strengjakvartettinn endalausa (2015) og Reykjavík GPS (2019). Úlfur gerir auk þess raftónlist undir nafninu Aristókrasía og er meðlimur í hinum goðsagnakennda Apparat Organ Quartet.
ENGLISH:
Úlfur Eldjárn will perform on the grand piano in Hannesarholt, where he’ll offer a unique mix of piano playing and electronic music. Úlfur uses a laptop and pedals to live loop and process piano in real time, creating an augmented world of sound where the natural sound of the piano is the main source. The musical journey chronicles newly composed music, ranging from simple minimalist piano tunes, to multi-layered ambient sound collages created in realtime. Lovers of minimalist piano and ambient music should not miss this one.
Úlfur Eldjárn is a composer, multi-instrumentlist and erelctronic musician, who’s written and produced music for films, TV and theatre. Úlfur has released several solo albums and interactive music compositions such as ‘The Infinite String Quartet’ (2025) and ‘Reykjavík GPS’ (2019) where the listener can influence the outcome of the music. Úlfur also creates electronic music under the name Aristókrasía and is a member of Apparat Organ Quartet.