Hleð Viðburðir

Margrét Pálsdóttir og Ársæll Másson fá gesti Hannesarholts til að syngja með sér lög við nokkra af þeim fjölmörgu textum sem Þorsteinn Eggertsson hefur samið. Eftir samsönginn opnar Þorsteinn sýningu með málverkum sem bera nöfn textanna sem sungnir verða.

Ársæll og Margrét fást mikið við tónlist og hafa víða komið fram, bæði saman, hvort í sínu lagi og með ýmsum sönghópum og hljómsveitum. Þau hafa mikið dálæti á textum Þorsteins og kunna vel að meta glettnina og léttleikann sem einkennir þá marga. Sérstakur gestur verður Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir. Textar á tjaldi svo allir geti sungið með. Aðgangur ókeypis.

Upplýsingar

Dagsetn:
13/05/2023
Tími:
14:00 - 15:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map