Hleð Viðburðir

Hannesarholt býður uppá ríflega klukkustundarlanga sögugöngu um gamla miðbæinn.

Farið verður frá Hannesarholti niður Skálholtsstíg, Læknargötu, um Skólabrú niður á Austurvöll, Aðalstræti, Austurstræti, Bernhöftstorfu, Amtmannsstíg, Þingholtsstræti, Ingólfsstræti og aftur upp á Grundarstíg í Hannesarholt.

Litið verður til baka í tíma, skoðuð helstu kennileiti, heimili Hannesar Hafstein og heimili forystukvenna í samfélaginu sem nefndar eru í sýningunni Konur, áhrifavaldar í lífi Hannesar Hafstein.

Ókeypis er í gönguna, sem var styrkt af Miðborgarsjóði.

Upplýsingar

Dagsetn:
25/02/2023
Tími:
11:00 - 12:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map