Heimili Heimsmarkmiðanna: Jafnastar í heimi? Staða kynjajöfnuðar á Íslandi
23. október @ 17:30 - 19:00
Íslensk stjórnvöld telja að fimmta Heimsmarkmiðinu, jafnrétti kynjanna, sé náð. Við ætlum að skoða þetta aðeins nánar, líta yfir farinn veg og gera okkur grein fyrir því hvort úrbóta er þörf.
Sérfræðingarnir sem mæta til okkar eru:
Tatiana Latinovic – formaður Kvenréttindafélags Íslands
Brynja Elísabeth Halldórsdóttir – dósent við HÍ
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir – fyrrverandi þingmaður Kvennalistans og prófessor emeritus
Guðrún Sóley Gestsdóttir – fjölmiðlamaður mun stýra fundinum
Þessi opni vettvangur verður haldinn í Hljóðbergi í Hannesarholti og er gestum gjaldfrjáls. Gengið er inn frá Skálholtsstíg. Einnig verður hægt að fylgjast með í beinu streymi af facebooksíðu Hannesarholts.