Jólaball með gamla laginu
14. desember @ 13:30 - 14:30
Það er jólaballahljómsveitin Fjörkarlar sem sér um fjörið á jólatrésskemmtuninni í Hannesarholti.
Fjörkarlar eru félagarnir: Guðmundur Pálsson, sem leikur á gítar og syngur og Gunnar Kr. Sigurjónsson sem leikur á hljómborð og syngur.
Þeir eru tilbúnir með öll skemmtilegu jólalögin, hreyfisöngva og barnadansa. Þetta verður ekta jólaball, í hefðbundnum stíl — eins og jólaböll eiga að vera!
Ókeypis inn en skráning á tix.is