Skynjun: Opnun myndlistarsýningar Ingibjargar Hauksdóttur
12. desember @ 15:00 - 17:00
Ingibjörg Hauksdóttir er fædd í Reykjavík 1961. Árið 1984 byrjaði hún í myndlistarnámi við Otis Art Institute of Parsons School of Design í Los Angeles og var þar við nám í tvö ár. Eftir að hún flutti aftur til Íslands hóf hún nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist frá málaradeild 1992. Eftir það vann hún að myndlist sinni ásamt því að sinna kennslu. Árið 2008 hóf hún meistaranám við TransArt/Donau Universitat in Krems, Austurríki, og lauk þaðan námi í Master of Fine Arts in New Media árið 2010.
Ingibjörg hefur tekið þátt í sýningum víðsvegar m.a. í Berlín, New York, Kaliforníu, Barselóna og Reykjavík.
Í verkum sínum leitar Ingibjörg uppi kjarna sameiningar í skynjun náttúru umhverfisins og tengist því að tilheyra stærra samhengi. Vellíðunar tilfinning sem upplifun af náttúru sem er í senn harðgerð, viðkvæm, stórbrotin, fíngerð og hverful. Allt þetta togast á í myndheimi Ingibjargar og til verða litir og form skýrra ímynda af villtri óhamdri náttúru Íslands.
Verkin eru unnin með olíu á striga.
Öll velkomin.