
Í Hannesarholti minnumst við alla daga samstarfs Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og Hannesar Hafstein með rauðri rós á vegg Bríetar á sýningunni Konur – áhrifavaldar í lífi Hannesar Hafstein. 19. júní fögnum við jafnan með rauðum lifandi rósum, minnug þess að Bríet gaf Hannesi rauðar rósir 1911 í þakklætisskyni fyrir hans dygga stuðning í kvennabaráttunni.
