2025-12-05T00:00:00+00:00
Hleð Viðburðir
Þórunn Björnsdóttir stýrir Syngjum saman í Hannesarholti laugardaginn 22.nóvember kl.14-15. Viðburðurinn var færður frá því fyrr í nóvember. Textar á tjaldi og allir syngja með.
Þórunn var sú sem upphaflega startaði söngstundum í Hannesarholti ásamt innanhúsfólki vorið 2013 og stýrði kórstarfi í Kópavogi alla sína starfsævi, eða í 40 ár. Þórunn lauk meistaraprófi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst með verkefninu Tónlist fyrir alla, og hefur alla sína tíð látið muna um sig í að dreifa söng og gleði um heimsbyggðina. Textar á tjaldi og allir syngja með, allar kynslóðir velkomnar. Ókeypis inn.

Upplýsingar

Staðsetning

Go to Top