2026-01-29T00:00:00+00:00
Hleð Viðburðir

Agla Bríet Bárudóttir er ung og upprennandi söngkona og lagahöfundur sem byrjaði nýlega að gefa út tónlist sem AGLA. Tónlistinni hennar má lýsa sem singer-songwriter tónlist með poppívafi.

Salurinn í Hannesarholti er hinn fullkomni staður fyrir lágstemmda persónulega stemmningu en það er einmitt það sem tónleikagestir mega búast við þann 20. febrúar, ljúfum tónum og notalegheitum. Með Öglu leika Alexander Grybos á gítar og Hlynur Sævarsson á bassa.

Upplýsingar

Staðsetning

Go to Top