Fundir og vinnuaðstaða

Hannesarholt er áhugaverður valkostur fyrir fundi, námskeið, málþing, minni ráðstefnur og aðrar uppbyggjandi samkomur.

Á fjórum hæðum hússins eru ýmsar vistarverur sem henta ólíkum aðstæðum: baðstofuloft á 3. hæð, tvö fundarherbergi auk arinstofu á 2. hæð, veitingastofur á 1. hæð og 100 fermetra salur í viðbyggingu. Nánari upplýsingar um fundaraðstöðu er að finna inn á salir.is . Vinsamlegast hafið samband við hannesarholt@hannesarholt.is eða hringið í 511-1904 til að fá frekari upplýsingar um aðstöðu, möguleika á veitingum og verð.

Tónlistar- og fyrirlestrarsalurinn Hljóðberg

Í viðbyggingu (gengið inn frá Skálholtsstíg) er nýr og vandaður fjölnota salur, sérstaklega hannaður til tónlistarflutnings. Hljóðberg hentar einnig vel til fyrirlestrahalds, sýninga og annarra minni viðburða. Engin starfsemi er leyfð í salnum eftir kl.23:00.

Hljóðberg – tónleika/fyrirlestrar uppröðun

Vinsamlega hafið samband á hannesarholt@hannesarholt.is til þess að fá nánari upplýsingar og tilboð fyrir útleigu.