Grundarstígur 10 í dagblöðum undanfarinna áratuga
Einn af því sómafólki sem bjó um hríð á Grundarstígnum var Einar M. Einarsson, skipherra hjá Landhelgisgæslunni. Hann var kvæntur Önnu, dóttur Helga Guðbrandssonar sem var með þeim fyrstu að mennta sig sem snyrtifræðingur og opnaði stofu síðar á Grundarstíg 10. Einar var einkar duglegur innan Landhelgisgæslunnar, raunar svo duglegur að sagt er að hann hafi misst starfið sökum dugnaðar þar sem breskir og þýskir útgerðarmenn kvörtuðu sáran yfir honum…
Hér fyrir neðan er til fróðleiks auglýsing um sölu skipsins Gustav Meyer en Einar skipherra náði því á flot eftir að það strandaði austur á söndum. Þetta er meðan Einar býr á Grundarstígnum.
Heimildir:
Skip til sölu. (1933, 17. ágúst). Alþýðublaðið.