Þerriblaðsvísur XII eftir Hannes Hafstein
Hannes Hafstein orti a.m.k. sextán vísur í kringum aldamótin 1900 sem kallaðar eru Þerriblaðsvísur og fjalla allar um „pennann, blekið og þerriblaðið“. Þær eru í raun stæling á skáldskaparstíl annarra. Hér yrkir Hannes í anda Jóns Ólafssonar.
XII
Vér skulum ei æðrast, þótt eilítið blek,
eða annað sumt gefi á bátinn.
Nei, ég ráð sé við því, ég mitt þerriblað tek
og þurrka það upp. Það er mátinn.
Vér skulum ei æðrast, þótt inn komi sjór,
þó að endur og sinn gefi á bátinn.
Nei, að halda sitt strik, vera í hættunni stór
og horfa ekki um öxl – það er mátinn.
Sjá einnig:
Þerriblaðsvísur I
Þerriblaðsvísur II
Þerriblaðsvísur III
Þerriblaðsvísur IV
Þerriblaðsvísur V
Þerriblaðsvísur VI
Þerriblaðsvísur VII
Þerriblaðsvísur VIII
Þerriblaðsvísur IX
Þerriblaðsvísur X
Þerriblaðsvísur XI