Ólafur Sigurðsson færði á dögunum Hannesarholti forláta skrifborð að gjöf en það tilheyrði eitt sinn Hannesi Hafstein. Það komst í eigu foreldra Ólafs árið 1933 og hefur verið í fjölskyldunni æ síðan. Því hefur nú verið fundinn góður staður í húsinu.
Ólafi og fjölskyldu eru færðar hugheilar þakkir fyrir höfðinglega gjöf.