Hleð Viðburðir

Gítarsnillingurinn Björn Thoroddsen hefur árum saman unnið með lagasmíðar Bítlanna enda ætlaði hann að ganga í hljómsveitina á yngri árum. Úr því varð ekki. Bítlarnir vissu ekki af honum og hættu, reyndar áður en Bjössi lærði almennilega á gítar.

Bítlalögin hafa gegnum árin verið á efnisskrá Björns, oft í mögnuðum útsetningum. Hann hefur brotið lögin niður í frumeindir og byggt þau upp að nýju. Á nýrri plötu sinni spilar hann lögin einn og óstuddur þótt stundum hljómi þau eins og í flutningi hefðbundinnar Bítlahljómsveitar með tveimur gíturum, bassa og trommum.

Túlkun Björns á Bítlalögunum hefur vakið verðskuldaða athygli á tónleikum hans víða um lönd á síðustu misserum. Nú geta íslenskir aðdáendur Bjössa og Bítlanna notið þeirra á tónleikum í Hannesarholti, fimmtudaginn 31. október kl. 21.00. Tryggðu þér miða hér.

http://www.youtube.com/watch?v=2CM6m9OWemg

Upplýsingar

Dagsetn:
31/10/2013
Tími:
21:00 - 23:00
Viðburður Category: