Ást í ýmsum myndum – Ragnheiður Ólafsdóttir syngur með Tríói Sunnu Gunnlaugs
25/11/2013 @ 20:00 - 22:00
| ISK2.500Ragnheiður Ólafsdóttir gaf út hljómdiskinn Söng riddarans ásamt Þórarni Hjartarsyni árið 2001 og hefur rödd hennar því hljómað í eyrum landsmanna, þó hún hafi sjálf búið erlendis mörg undanfarin ár. Á þessum tónleikum kemur ástarskáldið Páll Ólafsson enn við sögu, en ekki verða sagðar af honum sögur, heldur eru ljóðin hans sum hver komin í jazzaðan búning. Lögin á tónleikunum eru eftir Ragnheiði, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og fleiri. Einnig verða fluttar nokkrar sígildar ástarballlöður eftir þekkt jazz-skáld. Ragnheiði til fulltingis í söngnum verða þrír fyrrum félagar í Sönghópnum Sólarmegin.
Tríó Sunnu Gunnlaugs er vel þekkt fyrir frumsaminn jazz og mergjaðan flutning innan lands sem utan. Tríóið hefur nýlega gefið út tvo diska sem fengið hafa afar góða dóma í virtum tónlistartímaritum. Sunna leikur á píanóið, Þorgrímur Jónsson á bassa og Scott McLemore á trommur.