Hleð Viðburðir

Enn á ný hafa vaknað spurningar um vandamál og styrkleika beins lýðræðis í íslensku samfélagi. Ber stjórnmálamönnum að hlusta á vilja kjósenda? Hvaða máli skipta loforð gefin í aðdraganda kosninga eftir að ríkisstjórn hefur verið mynduð?

Rannís hefur undanfarið ár styrkt þverfaglegt rannsóknarverkefni á vegum Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands sem nefnist Hvað einkennir íslenskt lýðræði? Starfsvenjur, gildi og skilningur. Í ljósi nýlegra atburða og umræðna liðinna vikna hefur rannsóknarhópurinn ákveðið að halda opinn umræðufund um lýðræðislega innviði samfélagsins. Á fundinum verður meðal annars reynt að varpa ljósi á hvaða skilning á lýðræði má greina að baki starfsvenjum í íslenskum
stjórnmálum og stjórnsýslu.

Stuttar framsögur flytja:

Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði
Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar
Þorbjörn Broddason, prófessor emeritus í fjölmiðlafræði

Upplýsingar

Dagsetn:
11/03/2014
Tími:
20:00 - 22:00
Verð:
ISK1000
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
,
Vefsíða:
midi.is

Staðsetning

Hljóðberg