Hleð Viðburðir

Frænkurnar Anna Sigríður Skarphéðinsdóttir sópransöngkona og Sólborg Valdimarsdóttir píanóleikari leiða saman hesta sína í fyrsta sinn á tónleikum þann 11. apríl kl. 16 í Hannesarholti. Á efnisskránni verða ljóð og aríur eftir Schubert, Sibelius, Puccini, R. Strauss og fleiri.

Ferilskrár:
Anna Sigríður Skarphéðinsdóttir hóf söngnám við Tónlistarskóla FÍH árið 2003, þá 15 ára gömul. Eftir það lá leið hennar í Söngskólann í Reykjavík þar sem Dóra Reyndal söngkennari og Kolbrún Sæmundsdóttir píanóleikari voru hennar aðalkennarar. Í skólanum hefur Anna Sigríður tekið þátt í nemendasýningunum Tondeleyó, Óperustund í Snorrabúð, Í hjarta þér og The Fairy Queen. Hún hefur einnig sótt einkatíma og námskeið hjá Janet Williams og Janet Haney. Anna Sigríður lauk burtfararprófi, ABRSMDip, frá skólanum vorið 2013 og stefnir á að ljúka söngkennaraprófi, LRSMDip, í vor. Hún stefnir á áframhaldandi söngnám erlendis.
Sólborg Valdimarsdóttir hóf píanónám við Tónmenntaskóla Reykjavíkur átta ára gömul. Eftir það lá leið hennar í Tónlistarskóla Reykjavíkur þar sem Peter Máté var hennar aðalkennari. Vorið 2009 lauk hún Bachelornámi við Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Peter Máté og lauk síðan mastersprófi í píanóleik vorið 2011 frá Det Jyske Musikkonservatorium. Hennar aðalkennarar þar voru Prof. Anne Øland og Thomas Tronhjem. Sólborg hefur spilað einleik og komið fram með ýmsum kammerhópum hér heima og í Danmörku meðal annars á Tónlistarhátíðinni Bergmál á Dalvík, Tónlistarhátíð Unga fólksins og Tónlistarhátinni Opus í Aarhus. Meðfram tónleikahaldi hefur Sólborg verið að kenna á píanó í Danmörku og á Íslandi. Sólborg lauk diplómanámi í listkennslu við Listaháskóla Íslands vorið 2014.

Upplýsingar

Dagsetn:
11/04/2015
Tími:
16:00 - 17:00
Verð:
ISK2.000
Viðburður Category:
Vefsíða:
http://midi.is/tonleikar/1/8904/Ljoda-_og_operutonleikar

Staðsetning

Hjóðberg
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904
View Staðsetning Website