Málstofa um líffæragjafir
14/02/2015 @ 14:00 - 16:00
Í tengslum við sýningu Siggu Heimis hönnuðar og Ella Egilssonar myndlistarmanns sem nú sýna glerlistaverk og teikningar af líffærum í húsakynnum Hannesarholts, verður haldið hér málþing þar sem rætt verður um gildi líffæragjafa.
Sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Sindri Sindrason stjórnar umræðunum og við fáum í heimsókn bæði líffæraþega og líffæragjafa sem segja frá reynslu sinni.
Veitingastofur Hannesarholts eru opnar fyrir og eftir málþingið og gestum er frjálst að ganga um húsið og skoða listaverk þeirra Siggu og Ella.
Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Enginn aðgangseyrir.