Hleð Viðburðir

Dúó Stemma eru Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari, hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Þau spila, syngja og leika á ýmis hljóðfæri, hefðbundin og heimatilbúin.

Nýjasta sagan þeirra heitir “ Heyrðu villuhrafninn mig” og er 39 mínútna hljóðsaga um Fíu frænku sem lendir í miklu ævintýri með besta vini sínum honum Dúdda.
Villuhrafninn, dvergurinn Bokki og leiðindaskjóðan Bárðarbunga koma m.a. við sögu.

Tónleikhús með fullt af nýjum hljóðum, íslenskum þulum og lögum.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Upplýsingar

Dagsetn:
23/04/2015
Tími:
14:00 - 15:00
Viðburður Category:
Vefsíða:
www.duostemma.is

Skipuleggjandi

Dúó Stemma

Staðsetning

Hljóðberg