Rússneskir söngvar
17/08/2015 @ 21:00
| kr.1500Philip Barkhudarov, bassi, og Hjörtur Ingvi Jóhannsson, píanóleikari, flytja fjölbreytt úrval rússneskrar tónlistar – allt frá gömlum þjóðlögum, sönglögum sígauna, nútímalegum klassískum tónverkum ásamt ógleymanlegum lögum Rachmaninoff og Mussorgsky.
Hjörtur Ingvi Jóhannsson er fæddur 1987. Hann lauk nýverið námi í djasspíanóleik við konservatoríið í Amsterdam, en áður hafði hann numið klassískan píanóleik í Tónlistarskóla F.Í.H. Hjörtur Ingvi er hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Hjaltalín, sem hefur m.a. tvívegis unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötu ársins. Hann hefur unnið í ýmsum öðrum verkefnum á sviði klassískrar tónlistar, t.a.m. gerði hann útsetningar á lögum Karls O. Runólfssonar á plötu KÚBUS hópsins, “Gekk ég aleinn”.
Philip Barkhudarov, bassi, stundaði nám hjá Jóni Þorsteinssyni við konservatoríið í Utrecht. Upprunalega er Philip frá Moskvu en ólst upp í New Mexico í Bandaríkjunum. Philip hefur sungið í Ameríku, Evrópu og Ástralíu og hefur m.a. sungið hlutverk Antinousar í Heimkomu Ódysseifs eftir Monteverdi, Sarastro í Töfraflautunni eftir Mozart og Collatinus í Lúkretía svívirt eftir Britten. Hann er einn stofnenda og meðlima OLGA Vocal Ensembe.
Húsið opnar kl. 19.30 og gestum gefst kostur á að kaupa drykkjarvörur í veitngastofum á 1. hæð fyrir tónleikana.
Miðasala fer fram á midi.is