Rakarinn frá Sevilla heimsækir Hannesarholt
19/09/2015 @ 17:00
| kr.3500Rakarinn frá Sevilla heimsækir Hannesarholt þann 19.september kl.17.00 og 20.00
Í samvinnu við Íslensku óperuna verða haldin óperukvöld með léttum málsverði og tónlist hér í Hannesarholti en 17. október frumsýnir Íslenska óperan Rakarann frá Sevilla eftir Rossini.
Einstakur viðburður þar sem gestir fá að kynnast óperu Rossinis sem og nokkrum af söngvurum sýningarinnar. Oddur Arnþór Jónsson sem Rakarinn, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir sem Rosina og Gissur Páll Gissurarson sem Almaviva greifi flytja aríur og samsöngsatriði úr óperunni auk þess sem þau sitja fyrir svörum um það hvernig söngvari undirbýr hlutverk sitt. Antonia Hevesi leikur með á píanó. Búningahönnuður sýningarinnar María Th. Ólafsdóttir sýnir búningateikningar sínar og segir frá hugmyndavinnunni.
Um óperukynninguna sér Nathalía Druzin Halldórsdóttir markaðs- og kynningarstjóri Íslensku óperunnar.