Hleð Viðburðir

Þórunn Björnsdóttir hefur frá unglingsárum starfað að tónlistaruppeldi þúsunda barna og unglinga í Kópavogi og víðar, og kunna henni margir þökk fyrir. Á síðastliðnu ári lauk hún Meistaraprófi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst, þar sem hún gerði skil hugsjónaverkefni í Kópavogi sem nefndist Tónlist fyrir alla. Gestum Hannesarholts býðst að taka lagið með Tótu, eins og hún er jafnan kölluð og heyra hvað hún hefur að segja um lífið, tilveruna og tónlistina.

Skipuleggjandi

Hannesarholt

Staðsetning

Hljóðberg