Hleð Viðburðir

Ögmundur Þór Jóhannesson gítarleikari heimsækir Ísland úr austurheimi, þaðan sem hann er nú búsettur og leggur langa ferð undir fót til að deila list sinni með landanum.

Á tónleikunum mun Ögmundur m.a. flytja verk eftir Karólínu Eiríksdóttir, Oliver Kentish og frumflytja verkið Midnight Sun eftir spænska tónskáldið Augustin Castilla-Ávila sem tileinkar Ögmundi verkið.

Ögmundur lauk mastersnámi í júní 2008 með hæstu einkunn á prófi frá Universität Mozarteum í Salzburg undir handleiðslu Marco Diaz-Tamayo og annarri mastersgráðu frá Conservatorium Maastricht undir handleiðslu Carlo Marchione árið 2012.

Honum hafa hlotnast fjölmörg verðlaun hérlendis sem og erlendis fyrir leik sinn, og hefur komið fram á gítar og tónlistarhátíðum hér á landi, sem og í Evrópu, Bandaríkjunum, Suður Ameríku og Asíu.

Ögmundur er einn af listrænum stjórnendum Midnight Sun Guitar Festival í Reykjavík og Myanmar International Guitar Festival í Yangon Myanmar. Þá er hann er einn af stofnendum Global Guitar Institute og er núverandi “brand ambassador” fyrir “Natasha Guitars” og “Nux Stageman” í Shenzhen, Kína.

Miðasala á midi.is. Almennt verð á tónleikana er 2500 en 2000 fyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja.

Þorskhnakki með sætkartöflumús, soyasmjöri og fersku salati á 3.290 á undan tónleikunum. Ath. að panta þarf borð fyrirfram í s. 511 1004 og á hannesarholt@hannesarholt.is

Efnisskrá tónleikanna:

Carlo Domeniconi (1947 – ): Koyunbaba (1985) 12” I II III IV Francesco da Milano (1497 – 1543): Fantasia XIX (1536) 5” Fantasia XX (1536) Silvius Leopold Weiss: Fantasie in d minor 3” Georg Philip Telemann (1681 – 1767): Fantasia No. 3 (1735, trans. Carlo Marchione) 7” Mauro Giuliani: 6 variations sur les  Folies d’Espagne, op. 45 7” 35” — Jón Ásgeirsson: 2 Icelandic folk songs 5” Oliver Kentish: Berceuse 3” Antonio José (1902 – 1936): Sonata 7” I Allegro Moderato Isaac Albeniz: Asturias 7” ??? Karólína Eiríksdóttir: Sónata (2005) 8” II III Agustin Castilla – Avila: Midnight Sun 3” Astor Piazzolla (1921 – 1992): Invierno porteno 7” 40′

 

 

 

Upplýsingar

Dagsetn:
01/04/2017
Tími:
20:00
Verð:
kr.2500
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
,
Vefsíða:
https://midi.is/concerts/1/9984/Gitarfantasiur_Ogmundur_Tor_Johannesson

Staðsetning

Hljóðberg