Gyðjan innra með þér – er verkefni myndlistakonunnar Fríðu Kristínar Gísladóttur. Bókin fjallar um það hvernig við getum tengt okkur inn á við í gegnum hina ýmsu eiginleika eins og til dæmis gleði, þakklæti, örlæti og svo framvegis. Sú viska sem flæðir fram í bókinni er viska alheimsins sem við höfum öll aðgang að og getum nýtt okkur til að tengjast inn á við, látið okkur líða vel og fagnað því sem birtist okkur hverju sinni.
Ernir Eyjólfsson myndskreytti verkefnið og fangaði orku tuttugu og fjögurra Gyðja og höfundar. Af tilefni útgáfu bókarinnar þann 7. júlí prýða þessar Gyðjur veggi Hannesarholts og eru þær tengdar hver við sinn eiginleika sem teknir eru fyrir í bókinni. Gyðjurnar eru allar íslenskar eða hafa sterk tengsl við Ísland og voru myndaðar á hinum ýmsu stöðum á Íslandi á árunum 2014 til 2015.
Ernir Eyjólfsson hefur starfað sem blaðaljósmyndari um nokkurt skeið hjá hinum ýmsu fjölmiðlum á Íslandi. Sýning þessi er önnur einkasýning Ernis og hefur hann jafnframt tekið þátt í mörgum samsýningum blaðaljósmyndara. Hægt era að nálgast Erni í gegnum netfangið, ernir@ernire.is
Fríða starfar sem listmálari og eins og er vinnur hún með Niðurhal Ljóssins í verkum sínum. Gyðjan innra með þér er fyrsta bók Fríðu. Panta má eintak af bókinni með því að hafa samband við Fríðu í gengum tölvupóstfangið fridapainter@gmail.com.
Sýningin stendur út júlí.