Tónleikar – Hrafnar
07/10/2017 @ 20:00
| kr.3000Hljómsveitin Hrafnar hefur starfað allnokkur ár við góðan orðstír og vinsældir. Árið 2012 gáfu þeir úr plötuna Krunk og náðu lög af henni verulegum vinsældum í útvarpsspilun og vinsældarlistum á Rás II .
Nú eru strákarnir tilbúnir með nýja plötu og er vinna við útgáfu hennar á fullu þessa dagana.
Á tónleikum hafa Hrafnar hafa getið sér orð fyrir að vera miklir sögumenn og grínarar og er hægt að lofa góðri skemmtan þar sem þeir eru annars vegar. Á Goslokahátíð í Eyjum í sumar héldu Hrafnar rómaða tónleika í Eldheimum þar sem færri komust að en vildu. Tónleikar strákanna í Hannesarholti 7. og 28. október og verða með svipuðu sniði, sögur og grín í bland við ný lög og er kjörið tækifæri fyrir þá er ekki komust að í sumar.
Þess má geta að Hrafnar áttu Goslokalagið í ár „Heim til Eyja“ sem hlaut frábærar viðtökur Eyjamanna.
Hljómsveitina skipa Hlöðver Guðnason, bræðurnir Georg og Vignir Ólafssynir og bræðurnir Helgi og Hermann Ingi Hermannssynir. Allt gamalreyndir tónlistarmenn með langan feril að baki í hinum ýmsu hljómsveitum.
Verð 3.000.-