Serbneskir menningardagar verða haldnir í Reykjavík dagana 17. – 19. nóvember næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Serbnesk hátíð er haldin hér á landi og er hún skipulögð af Serbnesku menningarmiðstöðinni á Íslandi í samstarfi við utanríkisráðuneyti Serbíu og menningarsetrið Hannesarholt.

Staðsett á krossgötum á Balkanskaga, þar sem austrið mætir vestrinu, hefur Serbía erft mikinn menningarlegan auð úr ýmsum áttum en um leið hafa hefðir og menning varðveitt sérkenni Serbnesku þjóðarinnar.

Á hátíðinni verður serbneskur menningararfur kynntur með þjóðbúningum, ljósmyndum, þjóðlegum skartgripum, skrautritun með kýrillísku letri, íkonum, stuttmyndum, tali, textum og tónleikum. Ljósmyndasýning mun prýða veggi Hannesarholts og verða ljósmyndir einnig til sölu sem og fræðiritið „Þjóðbúningar Serba“, skrautrituð verk með kýrillísku letri, þjóðlegir skartgripir o.fl.

Serbnesku menningardagarnir verða formlega settir 17. nóvember, klukkan 18:00, í Hannesarholti og síðan rekur þar hver atburðurinn eftir annan alla helgina.
Menningardögunum verður slitið með tónleikum Serbneskra og Íslenskra tónlistarmanna í Guðríðarkirkju 19. nóvember, klukkan 20:00. Tónleikarnir bera heitið „Heimarnir mætast – serb-facebook001Á tónlistarlegu ferðalagi um tíma“.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DAGSKRÁ HÁTÍÐAR

Föstudagur 17.11.2017  Hannesarholt
• 18:00 Setning Serbneskra Menningardaga

• 18:15 „Þjóðbúningar Serba“ – Kynning á einstöku fræðiríti (mónógrafíu)
eftir þjóðháttafræðinginn Ivan Terzic og ljósmyndarann Slobodan Bugarcic.
Ivan Terzic kynnir ritið, fjallar um og sýnir þjóðbúninga Serba.

• 19:00 „Andlegt ferðalag um tímann“ – Tónleikar í flutningi sönghópsins Nokturno.
Samansafn af Serbneskri tónlist í aldanna rás, frá trúarlegum lögum að dægurlögum.

Laugardagur 18.11.2017  Hannesarholt
• 11:00 „Kýrillíska letrið; andlegur og efnislegur menningararfur serbneskrar þjóðar“ Fyrirlestur og myndbandakynning. Textafræðingurinn, skrautritarinn og íkonamálarinn Tatjana Jankovic og rithöfundurinn Janja Todorovic flytja fyrirlesturinn.

• 12:00 „Skrautritun; kýrillíska letrið“ – Vinnustofa (2 klst.)
Kynning á skrautritun, skrautritunarverkum og að sjálfsögðu er boðið upp á skrautskrift.

• 17:00 „Hefðir og siðir serbneskrar þjóðar í gegnum stuttmyndir og söng“
Sýndar verða tíu stuttmyndir með enskum texta, ásamt því að hluti af sönghópnum Djoko Pavlovic-Pósthúss Serbíu, flytur þjóðsöngva. Söngvarar eru Ivan Terzic, Stevan Gojkovic og Slavoljub Draskovic.

Sunnudagur 19.11.2017  Hannesarholt
• 12:00 „Skrautritun; kýrillíska letrið“ – Vinnustofa (2 klst.)
Kynning á skrautritun, skrautritunarverkum og að sjálfsögðu er boðið upp á skrautskrift.

• 14:00 „Mikilvægi kynningar og varðveislu menningararfs þjóða“
Þáttakendur hátíðarinnar verða á staðnum til að ræða við og svara spurningum gesta, maestro Djordje Stankovic, Ivan Terzic þjóðháttafræðingur, Boris Postovnik menningarfræðingur og Tatjana Jankovic textafræðingur.

Sunnudagur 19.11.2017  Guðríðarkirkja
• 20:00 „Heimarnir mætast  Á tónlistarlegu ferðalagi um tíma“
Flytjendur:
Sönghópurinn Nokturno frá Serbíu, Guðbjörg R. Tryggvadóttir sópran ásamt Drengjakór Þorfinnsbræðra og Davíð Ólafsson bassi.

Með tónleikunum verður Serbneskum Menningardögum slitið.