Bygging hússins
Húsið við Grundarstíg 24 var byggt árið 1918 skv. fasteignaskrá. Flestir kannast við það sem hús gamla Verzlunarskólans.
Upphaflega var húsið byggt af „Thorsurum“ (sjá hér neðar) en síðar keytpi Verzlunarráð Íslands húseignina og Verzlunarskólinn tók þar til starfa árið 1931 (grein).
Loks keypti Finnur Gíslason húsið árið 1989 og breytti í fjölbýlishús. Lýsingu á þeirri breytingu má finna í grein úr Morgunblaðinu frá 1993.
Fróðleiksmolar
Guðjón Friðriksson segir í grein sinni Úr sögu Grundarstígs: Frá Kapteins-Gunnu til Thorsbræðra frá 1990:
Það var reist af Thorsurum og þar bjuggu á árunum milli 1920 og 1930 bræðurnir Kjartan, Ólafur og Haukur Thors og stýrðu togarafélaginu Kveldúlfi með styrkum höndum. Kjartan Thors bjó á fyrstu hæð, Ólafur Thors á annarri og Haukur Thors á þriðju. Bak við hús var hesthús mikið sem þeir bræður áttu og ekki skorti þjónustulið. Þar voru hestasveinn, einkabílstjórar, sendisveinar og vinnukonur. Og margir lögðu leið sína þangað til þess að þiggja aflóga föt eða matarbita og fáir fóru bónleiðir til búðar. Árið 1931 var hús þeirra Thorsbræðra keypt undir Verslunarskóla Íslands og þar var skólinn þar til nú fyrir fáeinum árum. Gatan glumdi því á veturna af galsa og gleði Verslinga sem settu mikinn svip á hana.
Starfsemi og fleira í húsinu úr dagblöðum fyrri tíma
Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar.
Mikið var auglýst eftir stúlkum í vist eða í eldhús á meðan „Thorsarar“ bjuggu þar á milli 1920 – 1930.
- 1919: Stúlka óskast í vist 14. maí. Upplýsingar Grundarstíg 24 niðri. Ingibjörg Thors (augl.)
- 1920: Mig vantar duglega stúlku vana matartilbúningi. Ingibjörg Thors, Grundarstíg 24 (augl.)
- 1926: Hrausta og þrifna innistúlku vantar mig nú þegar. Soffía Thors, Grundarstíg 24 (augl.)
- 1928: Tilkynning. Sigurást Loftsdóttir, Patreksfirði, sæki pakka á Grundarstíg 24, efstu hæð (augl.)
- 1931: Verslunarskólinn. Inntökuprófum í Verslunarskólann er nú lokið og venjulegum undirbúningsstörfum undir kensluna. I skólanum eru um 170 nemendur (grein)
- 1932 Almennur fundur kaupsýslumanna varðandi Verslunarskólahúsið Grundarstíg 24. Sjá mynd af augl (augl.)
- 1932: Tilkynning frá Verslunarráði Íslands – Skýrsla um starfsemi ársins 1931 komin út, fjallað um kaup á húsinu að Grundarstíg 24 (tilkynning)
- 1940: Próf í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga fara fram í húsi Verslunarskólans, Grundarstíg 24. Próftöflur í anddyri beggja skólanna (tilkynning)
- 1943 Tvær stúlkur (eða rosknar konur) samhentar og þrifnar, óskast til þess að sjá um og ræsta skóla. Þurfa helzt að eiga heima i nágrenninu. Uppl. í Verzlunarskólanum, Grundarstíg 24 (augl.)
- 1955: Verslunarskóli Íslands fimmtugur – (grein)
- 1966: Húseigendafélag Reykjavíkur er með skrifstofu að Grundarstíg 24 (grein)
- 1986: Gengið úr gamla skólanum að Grundarstíg yfir í nýjan í Ofanleiti (grein)
- 1993: Gamla Verzlunarskólahúsið í nýju hlutverki – breytt í fjölbýlishús með 9 íbúðum (grein)
- 1993: Hreinsað úr íbúð. Brotist var inn í íbúð við Grundarstíg 24 og stolið þaðan 100 fm af eikarparketi, 8 pk af hvítum flísum og 4 innieikarhurðum (frétt)
var _gaq = _gaq || []; _gaq.push(['_setAccount', 'UA-38855006-1']); _gaq.push(['_trackPageview']);
(function() { var ga = document.createElement('script'); ga.type = 'text/javascript'; ga.async = true; ga.src = ('https:' == document.location.protocol ? 'https://ssl' : 'http://www') + '.google-analytics.com/ga.js'; var s = document.getElementsByTagName('script')[0]; s.parentNode.insertBefore(ga, s); })();