Bygging núverandi húss
Húsið að Grundarstíg 3 var byggt árið 1913 skv. fasteignaskrá og var fyrsti eigandi þess Jóhann Jóhannesson kaupmaður.
Fróðleiksmolar
Í húsinu bjuggu árið 1913 tveir af framsæknustu kennurum landsins, þeir Hallgrímur Jónsson og Steingrímur Arason (1).
Í janúar 1923 kviknaði í húsinu og skemmdist veggfóður í herbergi og ein hurð (2).
Verslun og önnur starfssemi í húsinu í gegnum tíðina
Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar.
Það virðist hafa verið mest um að vera í húsinu fram undir 1930 – eftir það er ekki að sjá neinar auglýsingar í dagblöðum sem varða starfsemi.
- 1913: Guðmundur Pjetursson massagelæknír hefur aðstöðu á Grundarstíg 3 (augl.)
- 1913: Glæný og stór egg fást dagl. við Grundarstíg 3 (augl.)
- 1913: Steingrímur Arason auglýsir barnaskóla sinn fyrir börn innan 10 ára (augl.)
- 1917: P. Leifsson sem titlar sig ljósmyndara bjó eða hafði aðstöðu á Grundarstíg 3 (augl.)
- 1922: Tilsögn fyrir byrjendur í islensku, reikningi, dönsku o.fl. Uppl. Grundarstíg 3 (augl.)
- 1926: Benedikt Fr. Magnússon frá Spákonufelli býr á Grundarstíg 3 og rekur erindi í höfuðstaðnum fyrir menn úti um land gegn sanngjarnri borgun (augl.)
- 1927: Jón Pálsson kennir á orgel (augl.)
- 1927: Eyjablaðið málgagn alþýðu í Vestmanneyjum fæst hjá Meyvant Ó. Hallgrímssyni á Grundarstíg 3 (augl.)
Gamlar fréttir/auglýsingar af Grundarstíg 3
- 1913: Ágætar varphænur til sölu, spánskar, ítalskar og íslenskar, Grundarstíg 3 (augl.)
- 1917: Föt handa fátækum – Steinunn Bjartmarsdóttir er búsett á Grundarstíg 3 og meðlimur í yngri deild Hvítabandsins. Hún auglýsir ásamt annarri konu móttöku fata fyrir þá sem bágast eiga á þessum erfiðu tímum (augl. – frh. augl.)
- 1919: Heilar 20 krónur fundust við Grundarstíg (augl.)
- 1919: Spunakona fáanleg (augl.)
- 1926: Auglýsing um að Þingkosningavísurnar séu komnar út (augl.)
Heimildir:
1. Guðjón Friðriksson. (1990, 13. október). Úr sögu Grundarstígs: Á slóðum Grundarbæjanna í Reykjavík. Lesbók Morgunblaðsins. Sótt 19. júlí 2010 af http://www.timarit.is
2. Páll V. Bjarnason. (2004). Húsakönnun: Bergstaðastræti – Bjargarstígur – Grundarstígur – Óðinsgata – Spítalastígur. Reykjavík: Árbæjarsafn
var _gaq = _gaq || []; _gaq.push(['_setAccount', 'UA-38855006-1']); _gaq.push(['_trackPageview']);
(function() { var ga = document.createElement('script'); ga.type = 'text/javascript'; ga.async = true; ga.src = ('https:' == document.location.protocol ? 'https://ssl' : 'http://www') + '.google-analytics.com/ga.js'; var s = document.getElementsByTagName('script')[0]; s.parentNode.insertBefore(ga, s); })();