Byggingarár
Húsið nr. 22A er byggt árið 1927 skv. fasteignaskrá. Um það eru litlar heimildir á Netinu og væru allir frekari fróðleiksmolar vel þegnir.
Húsið í dagblöðum liðinna tíma
Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar.
- 1927: Ég kenni börnum í vetur og byrja 4. okt. Heima kl. 1-2 og 8-9. Þingholtsstræti 22 A, neðst. Sigríður Hjartardóttir (augl.)
- 1929: Gullbrúðkaup: Hjónin Kristófer Bárðarson og Ástríður Jónsdóttir, til heimilis í Þingholtsstræti 22 A (frétt)
- 1929: Góða stúlku vantar mig í vist 14. maí. Málfriður Oddsson, Þingholtsstræti 22 A (augl.)
- 1931: Hraust stúlka óskast 14. maí. – Uppl. Þingholtsstræti 22 A (augl.)
- 1939: Lærið góð a þýsku hjá þýskum skiftistúdent. WERNER KIRSCH, Þingholtsstræti 22 A. Sími: 3543 (augl.)
- 1944: Stúlku vantar á heimili Sigurjóns Pjeturssonar Þingholtsstræti 22 A (augl.)
var _gaq = _gaq || []; _gaq.push(['_setAccount', 'UA-38855006-1']); _gaq.push(['_trackPageview']);
(function() { var ga = document.createElement('script'); ga.type = 'text/javascript'; ga.async = true; ga.src = ('https:' == document.location.protocol ? 'https://ssl' : 'http://www') + '.google-analytics.com/ga.js'; var s = document.getElementsByTagName('script')[0]; s.parentNode.insertBefore(ga, s); })();