Byggingarár

Byggingarnar sem nú standa við Þingholtsstræti 27 voru reistar árin 1945 skv. fasteignaskrá og árið 1980 (skv. uppl. úr dagblöðum).  Gaman er þó að geta þess að áður stóðu hlið við hlið á reitnum  gamalt timburhús og steinhúsið frá 1945. Timburhúsið fór hins vegar á flakk; var flutt yfir götuna og er nú hús nr. 28 við Þingholtsstræti síðan 1978. Á lóð nr. 28 stóð áður hús sem löngum var kallað Hússtjórn þar til það varð eldsvoða að bráð.  Varðandi nýrra húsið á lóð nr. 27  kemur fram í dagblöðum að það var í byggingu árið 1980 (þá væntanlega á lóð gamla timburhússins) en þess er ekki getið í fasteignaskrá.

Byggingarnar nr. 27 stinga svolítið í stúf við annars heillega götumynd gamalla húsa í hverfinu en þær hafa þó m.a. gegnt mikilvægu hlutverki sem samastaður alls kyns atvinnustarfsemi. Má þar nefna að prentsmiðjan Hólar, bókaútgáfan Leiftur og MÍR voru þarna til húsa í áraraðir sem og lesstofa og síðar skrifstofur Borgarbókasafns Reykjavíkur.   Þegar þetta er skrifað eru í húsunum m.a. ýmsar stofur arkitekta og skrifstofa Amnesty International.

Húsið í dagblöðum undanfarinna áratuga

Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar. Beðist er velvirðingar ef eitthvað af eftirfarandi auglýsingum/fréttum tilheyra  gamla timburhúsinu en ekki nýja steinhúsinu – leiðréttingar væru þá vel þegnar.

  • 1947: Stúlkur vanar kápusaum geta fengið atvinnu nú þegar. Getum ennfremur tekið 1-2  stúlkur í handsaum. Feldur h.f.  Saumastofan, Þingholtsstræti 27 (augl.)
  • 1947: SOLIDO Umboðs- og heildverslun Þingholtsstræti 27 (augl.)
  • 1947: Munnhörpurnar eru á þrotum – Presto, Þingholtsstræti 27 (augl.)
  • 1948: Prentsmiðjan Hólar hf auglýsir, Þingholtsstræti 27 (augl.)
  • 1948: Unglingsstúlka sem vildi komast að sem aðstoðarstúlka í prentsmiðju, getur fengið pláss nú þegar. Einnig geta tvær stúlkur fengið vinnu við bókbandsstörf. Upplýsingar frá kl. 1-3 í dag í Hólaprenti, Þingholtsstræti 27 (augl.)
  • 1949: Opnum í dag nýlenduvöruverslun í Þingholtsstræti 27. Gjörið svo vel og reynið viðskiftin. Áhersla lögð á hagkvæm viðskifti. Fljót og örugg afgreiðsla.  Verslunin Matur & drykkur, Þingholtsstræti 27 (augl.)
  • 1949: Húsmæður, athugið!  Kryddvörur, bökunardropar, flórsykur, egg. Allt í jólabaksturinn. Verslunin Matur & drykkur, Þingholtsstræti 27 (augl.)
  • 1949: Kjólabúðin Þingholtsstræti 27 er opin aftur. – Nýtt úrval af kjólum. Feldur (augl.)
  • 1950: Gefið vinum yðar aðeins vandaðar bækur. H.f, Leiftur Þingholtsstræti 27. Sími 7554 (augl.)
  • 1950: Þingholtadeild heldur fræðslu- og skemmtifund í Þingholtsstræti 27 kl. 8.30 í kvöld. Kvikmyndasýning, fræðsluerindí (kenningar Lysenkos), og erlendar frétt ir (augl.)
  • 1951: Menningartengsl Íslands og ráðstjórnarríkjanna(MÍR) opna lesstofu í Þingholtsstræti 27 kl. 5 í dag (tilkynning)
  • 1951: Auglýsing frá skrifstofu MÍR Þingholtsstræti 27 (niðri) – (augl.)
  • 1951: Augl. frá Skrifstofu Máls og menningar, Þingholtsstræti 27 (augl.)
  • 1952: SVÍR: Söngæfing á þriðjudagskvöldið kl. 8:30 í Þingholtsstræti 27. Stundvísi er nauðsyn (augl.) – [Þess má geta að kórstjóri var Sigursveinn D. Kristinsson].
  • 1952: Æ. F. R.-  Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 28. þ.m. að Þingholtsstræti 27 kl. 9 e. h.  (augl.)
  • 1953: Sameiginleg auglýsing frá  Félag ísl. bifreiðaeigenda og Fasteignaeigendafélag Reykjavíkur sem reka skrifstofu að Þingholtsstræti 27 (augl.)
  • 1953: Lífstykkjabúðin selur lífstykki og aðrar skyldar vörur á saumastofunni, Þingholtsstræti 27 (augl.)
  • 1953: “Hver kallar það nú glæfraspil?” Frétt af Mál og Menningu og Hólaprenti  (grein)
  • 1954: Frá Kvöldskóla alþýðu. Allir sem sóttu um innritun í upplestur og leiklist eru beðnir að mæta til viðtals klukkan 5 á morgun í Þingholtsstræti 27 II. hæð (augl.)
  • 1955: Skrifstofu Alþjóðasamvinnunefndar íslenzkrar æsku, Þingholtsstræti 27, II. hæð  (augl.)
  • 1959: Jólabazarinn Þingholtsstræti 27 selur jólatrésskraut frá Sovétrikjunum. Glæsilegasta og fjölbreyttasta úrval sem völ er á. Óvenjulega sterkt, og með hagstæðu verði. Ennfremur Sovétskar hljómplötur. Úrval bækur og listmuna (augl.)
  • 1968: Pálmar Ísólfsson selur hljóðfæraverkstæði sitt að Þingholtsstræti 27 Guðmundi Stefánssyni (augl.)
  • 1973 eru bæði húsin til sölu, timburhúsið og steinhúsið að Þingholtsstræti 27 (augl.)
  • 1975:  Bókaútgáfan Þjóðsaga (augl.)
  • 1975:  Bókhald og rekstur  er til húsa að Þingholtsstræti 27 (augl.)
  • 1976: Sólarfilma sf., Þingholtsstræti 27 (augl.)
  • 1976: Borgarbókasafnið opnar lesstofu að Þingholtsstræti 27 (grein) – (kjallari og fyrsta hæð)  – ATH. þetta var húsnæðið sem MÍR var í (sbr. grein hér).
  • 1977: L. AA. JÓHANNSSON & CO auglýsir að Þingholtsstræti 27 (augl.)
  • 1979: Arkitekt óskast til starfa. Guðmundur Kr. Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson, Þingholtsstræti 27 R. (augl.)
  • 1980: Nýtt hús er í byggingu við Þingholtsstræti 27  (grein)
  • 1983: Mynd.  Skrifstofuhúsnæði Borgarbókasafns Reykjavíkur að Þingholtsstræti 27 er í næsta námunda við Esjuberg hið fallega aðalsafnhús. Þarna er einnig aðstaða fyrir flokkunar- og skráningardeild og aðfangadeild. Að auki hefur borgarbókavörður skrifstofu sína í þessu húsi.  ljósm. – Atli. (grein)
  • 1985: Teiknistofa Reynis Vilhjálmssonar að Þingholtsstræti 27 (augl.)
  • 1990: Landslagsarkitektar R.V. & Þ.H. Þingholtsstræti 27, 101 Reykiavík  (augl.)
  • 1992: Arkþing. Arkitektastofa Þingholtsstræti 27. (augl.)
  • 1997: Verkfræðifyrirtækið Víkingur hf, Þingholtsstræti 27 (augl.)
  • 1997: Húsið hefur verið nefnt Mekka arkitekta því að ef frá er talinn tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson hafa þar ekki aðrir aðsetur en arkitektar og innanhússarkitektar (augl.)
  • 1998: Batteríið Arkitektastofa Þingholtsstræti 27  (augl.)
  • 1998: Teiknistofan Úti og inni sf, Þingholtsstræti 27  (augl.)
  • 2000: Hollráð, Þingholtsstræti 27 (augl.)
  • 2001: Sjólagnir ehf., Þingholtsstræti 27 (augl.)
  • 2001: Landsslag ehf. í Þingholtsstræti 27 (augl.)
  • 2005: Konsept ehf, Þingholtsstræti 27 (augl.)
  • 2006: Atom01 Þingholtsstræti 27 (augl.)
  • 2009: Amnesty International að Þingholtsstræti 27, 3 hæð (augl.)