Byggingarár
Húsið við Þingholtsstræti 30 er eitt af nýlegustu húsunum við götuna, byggt árið 1957 skv. fasteignaskrá. Það er íbúðarhús en Íslensk ull sf. er þar einnig til húsa.
Húsið í dagblöðum undanfarinna áratuga
Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar.
- 1958: Ályktanir kennaraþingsins. Helstu samþykktir 15. þings Sambands ísl. barnakennara: „6. Þingið samþykkir kaup á íbúð í húsinu Þingholtsstræti 30 til starfsemi sinnar, og lýsti sig samþykkt öiium framkvæmdum stjórnar sinnar þar að lútandi.“ (frétt)
- 1964: Hjúkrunarkvennafélagið kaupir efstu hæðinu í Þingholtsstræti 30 (frétt)
- 1965: Auglýsing um minningarspjöld frá skrifstofu Hjúkrunarfélags Íslands, Þingholtsstræti 30 (augl.)
- 1966: Höfum flutt læknastofur okkar að Þingholtsstræti 30, 4. hæð t. h. Sími 12012. Viðtöl eftir samkomulagi… (tilkynning)
- 1966: Hef flutt teiknistofu mína að Þingholtsstræti 30, 4. hæð. Sími 10790. Jón Haraldsson, arkitekt (tilkynning)
- 1993: íslensk ull sf., Þingholtsstræti 30, (gegnt Borgarbókasafninu), sími 622116 (augl.)
- 2003: ÍSLENSK ull sf. – vinnustofa hefur flutt sig um set frá Þingholtsstræti 3 að Þingholtsstræti 30 (frétt)
var _gaq = _gaq || []; _gaq.push(['_setAccount', 'UA-38855006-1']); _gaq.push(['_trackPageview']);
(function() { var ga = document.createElement('script'); ga.type = 'text/javascript'; ga.async = true; ga.src = ('https:' == document.location.protocol ? 'https://ssl' : 'http://www') + '.google-analytics.com/ga.js'; var s = document.getElementsByTagName('script')[0]; s.parentNode.insertBefore(ga, s); })();