Byggingár og nokkrir íbúar
Húsið að Þingholtsstræti 31 er byggt árið 1915 skv. fasteignaskrá en auglýsingar og fréttir í gömlum blöðum benda til þess að það sé byggt nokkrum árum fyrr. Þannig er t.a.m. samþykkt brunavirðing fyrir húsið á bæjarstjórnarfundi árið 1912 og er eigandi hússins skv. frétt, Lárus G. Lúðvígsson, sá mikli athafnamaður og skókaupmaður.
Litlar heimildir finnast á rafrænu formi um húsið nema upplýsingar úr gömlum dagblöðum og því verður vonandi hægt að bæta hér ýmsu við þegar fram líða stundir.
Meðal íbúa hússins á fyrstu áratugum þess var m.a. Lúðvíg, sonur Lárusar skókaupmanns. Jóhannes Björnsson og Kristín Jósefsdóttir bjuggu lengi í húsinu frá því snemma á fjórða áratug 20. aldar og síðar Elísabet Sveinsdóttir (dóttir Sveins Björnssonar fyrsta forseta Íslands) og maður hennar Davíð S. Jónsson. Þau bjuggu í húsinu í um 30 ár.
Nánast engar auglýsingar fundust um atvinnustarfsemi í húsinu í dagblöðum fyrri tíma nema auglýsing Jórunnar Þórðardóttur sem tók að sér hárgreiðslu og hattasaum snemma á 20. öldinni og gallerí Íbíza rétt um einni öld síðar…
Húsið í dagblöðum liðinna tíma
Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar.
- 1912: Jórunn Þórðardóttir Þingholtsstræti 31, sem er nýkomin frá útlöndum, tekur að sjer: hárgreiðslu (Damefrisure) og hattasaum (Modepynt) eftir nýustu tísku (augl.)
- 1912: Á bæjarstjórnarfundi sem sagt er frá 8. nóvember 1912 er samþykkt brunavirðing á húsi Lárusar Lúðvígssonar í Þingholtsstræti 31, kr. 7182 (frétt)
- 1915: 2 herbergi fyrir einhleypa til leigu 1. apríl eða 14. maí. Lúðvíg Lárusson, Þingholtsstræti 31 (augl.)
- 1915: Herbergi hentug fyrir skrifstofur fást til leigu frá 1. apríl i Hotel Ísland. Upplýsingar gefur Egill V. Sandolt, Þingholtsstræti 31 (augl.)
- 1920: Stór og góður ofn (Svendborgar) til sölu hjá Lúðvíg Lárussyni, Þingholtsstræti 31 (augl.)
- 1922: Stúlka, stilt og þrifin, óskast 1. okt. Uppl. Þingholtsstræti 31 (augl.)
- 1935: 1-2 sólrík herbergi til leigu i Þingholtsstræti 31. frá 14. maí til 1. okt. – Uppl. í síma 2654 (augl.)
- 1944: Vandað stokkabelti til sölu. Lengd ca. 83 cm. Uppl. í Þingholtsstræti 31 kl. 2-5 í dag (augl.)
- 2008: Opnun í Íbíza Bunker… „Gallerí Íbíza Bunker er til húsa í kjallaranum í Þingholtsstræti 31. Allir eru velkomnir á opnunina“ (augl.)
var _gaq = _gaq || []; _gaq.push(['_setAccount', 'UA-38855006-1']); _gaq.push(['_trackPageview']);
(function() { var ga = document.createElement('script'); ga.type = 'text/javascript'; ga.async = true; ga.src = ('https:' == document.location.protocol ? 'https://ssl' : 'http://www') + '.google-analytics.com/ga.js'; var s = document.getElementsByTagName('script')[0]; s.parentNode.insertBefore(ga, s); })();