Hér á eftir fara heiti ljóða og ljóðaþýðinga Hannesar Hafstein sem samin hafa verið lög við. Stuðst er við upplýsingar úr Gegni sem er samskrá íslenskra bókasafna en lögin eru án efa fleiri og væri fróðlegt að fá upplýsingar um það á hannesarholt@hannesarholt.is.

Eftirtektarvert er að einstaka ljóð hafa höfðað til fleiri en eins tónskálds eins og t.d. „Blessuð sólin elskar allt“, „Er sólin hnígur“ og „Mótið“.

Heiti ljóðs Lagahöfundur/tónskáld
Aldamótaljóð Sveinbj. Sveinbjörnsson (1847-1927)
Áfram Árni Thorsteinson (1870-1962)
Ást og ótti Einar Markan (1902-1973)
Blessuð sólin elskar allt Arreboe Clausen (1892-1956)
Blessuð sólin elskar allt Gunnar Þórðarson 1945
Brúardrápa Helgi Helgason (1848-1922)
Dauðs manns sundið Björgvin Guðmundsson  (1891-1961) 1)
Drottinn sem veittir Ísólfur Pálsson (1871-1941)
Eddukvæði Carl Billich ( 1911-1989)
Ef þú vilt koma Jón Þórarinsson 1917
Eins og vorblær Norskt þjóðlag
Englar svefnsins Björnstj. Björnsson (1832-1910) 2)
Er sólin hnígur Markús Kristjánsson (1902-1931)
Er sólin hnígur Árni Björnsson (1905-1995)
Er sólin hnígur Árni Thorsteinsson (1870-1962)
Er sólin rís Niels W. Gade (1817-1890)
Ég heiti á horska rekka Þórarinn Guðmundsson (1896-1979)
Ég labbaði inn á Laugaveg Þjóðlag
Flýt þér, drekk út C. M.  Bellman (1740-1795) 3)
Fuglar í búri Jón Laxdal (1865-1928)
Gleði Árni Thorsteinsson (1870-1962)
Gullfoss Páll Ólafsson frá Hjarðarholti (1887- )
Gunnukvæði (Fyrst allir aðrir þegja) Íslenskt þjóðlag
Hann Tosti Björgvin Guðmundsson (1891-1961)
Horfin er foldin Salómon Heiðar (1889-1957)
Hrafninn flýgur Flæmskt lag
Isländische Singtänze Jón Leifs (1899-1968) 4)
Í hljóðfalli leikandi ljóða Jónas Tómasson 1946
Í skóginum Loftur Guðmundsson ( 1892-1952)
Í sárum Guðrún Böðvarsdóttir (1902-1936)
Ísland: Þú álfu vorrar Sigfús Einarsson (1877-1939)
Íslandsljóð Jónas Tómasson 1946
Íslandsvísur
Gylfi Þ. Gíslason (1917-2004)
Kolbrún mín einasta ?
Kveld (Fagurt er enn) Bjarni Böðvarsson (1900-1955)
Kvöldvísa vegfaranda Jónas Þorbergsson (1885-1968)  5)
Meðalið Árni Thorsteinsson (1870-1962)
Mótið Einar Markan (1902-1973)
Mótið Holger Wiehe
Mótið Jón Laxdal (1865-1928)
Myndin af henni Franz Schubert 6)
Nei, smáfríð er hún ekki Guðrún M. Kjerúlf  1923
Oft um ljúfar, ljósar sumarnætur Jón Laxdal (1865-1928) 7)
Rís heil þú sól Jón Laxdal (1865-1928)
Sálmur yfir víni Joseph Haydn (1732-1809)
Sjá roðann á hnjúkunum háu Jón Laxdal (1865-1928)
Sjóferð Gunnsteinn Eyjólfsson (1866-1910)
Skarphéðinn í brennunni Helgi Helgason (1848-1922)
Slæðingur Hildigunnur Rúnarsdóttir 1964
Sprettur Sveinbj. Sveinbjörnsson (1847-1927)
Stormur Einar Markan (1902-1973)
Syng mig heim Björnstj. Björnsson (1832-1910)
Söngkonan Árni Thorsteinsson (1870-1962)
Ut supra Ad. Winkelhake
Út súpra vér drekkum Carl M. Bellman  (1740-1795)
Vagga, vagga Árni Thorsteinsson (1870-1962)
Valagilsá Sveinbj. Sveinbjörnsson (1847-1927)
Vísur á sjó Árni Thorsteinsson (1870-1962)
Vísur á sjó Einar Markan (1902-1973)
Vorsöngur Helgi Helgason (1848-1922)
Vorvísa Holger Wiehe
Vorvísur Jón Laxdal (1865-1928)
Þar sem háir hólar (Hraun í Öxnadal) Árni Thorsteinsson (1870-1962)
Þá Kakali gerðist konungs þjón Ókunnur höfundur
Þegar hnígur húm að Þorra Erlent lag 8)
Þess bera menn sár Árni Thorsteinsson (1870-1962) 9)
Þess bera menn sár Bjarni Þorsteinsson (1861-1938) 9)
Þorravísur John Spirt
Þórður kakali Erlent lag 10)
Þótt hann rigni P. Montrose

Athugasemdir:

1) Ljóð: Heine, þýðing Hannes Hafstein
2) Hannes Hafstein þýddi
3) Hannes Hafstein þýddi
4) Söngtextar Hannes Hafstein og Einar Benediktsson
5) Ljóð: Göthe, Hannes Hafstein þýddi
6) Ljóð: Heine, Hannes Hafstein þýddi
7) Ljóð: Holger Drachmann, Hannes Hafstein þýddi
8) Ljóð: Hannes Hafstein og Björn M. Ólsen
9) Hannes Hafstein sneri úr dönsku
10) Ljóð: Hannes Hafstein og Björn Blöndal