Á þessum fyrsta fundi Heimilis Heimsmarkmiðanna veltum við fyrir okkur ábyrgð neytendans, hvar hún byrjar og hvar hún endar, eða hvort hún sé yfirhöfuð til staðar. Við leiðum saman sérfræðinga og áheyrendur til að gera okkur grein fyrir helstu erfiðleikunum við að versla og neyta á meðvitað sjálfbæran máta.
Sérfræðingateymið:
Áróra Árnadóttir er aðjunkt við Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað hvernig viðhorf Norðurlandabúa til hnattrænnar hlýnunar hefur áhrif á kolefnisfótspor þeirra og neysluvenjur.
Guðbjörg Gissurardóttir er frumköðull sem brennur fyrir sjálfbærum lífstíl. Hún hefur unnið að því að hjálpa fólki að finna sjálfbærarari og grænni kosti.
Freyr Eyjólfsson er verkefnisstjóri Hringrásarhagkerfisins hjá Sorpu.
Atli Már Steinarsson, dagskrárgerðamaður og framleiðandi hjá RÚV
Þessi opni vettvangur var haldinn í Hljóðbergi í Hannesarholti 11.09.2024 kl. 2024

Evrópubúar henda 2 milljónum tonna af vefnaðarvöru á hverju ári. Á hverri sekúndu er sem samsvarar einum ruslabíl með vefnaðarvöru urðað eða brennt.

Mörg okkar gefa óæskileg föt til góðgerðarverslana og fatasöfnunarbanka – en vitum við virkilega hvað verður um þau?

Á þessum öðrum fundi Heimili Heimsmarkmiðanna fórum við í saumana á fatnaði okkar, og veltum því fyrir okkur hvernig við getum verið smart og verið með hreina samvisku.

“There’s no such thing as away. When we throw things away they must go somewhere.” – Annie Leonard

Sérfræðingar fundarins voru:

Sigríður Ágústa fatahönnuður

Ragna Bjarna fatahönnuður og fagstjóri fatahönnunarbrautar LHÍ

Freyr Eyjólfsson Verkefnisstjóri Hringrásarhagkerfisins hjá Sorpu

Fundarstjórnin var í traustum höndum Sirrýar Arnardóttur, rithöfundar og fjölmiðlamanns

Miðvikudagur 18. september kl. 17:30

Heimili Heimsmarkmiðanna: Matarsóun
Á þessum þriðja fundi Heimilis Heimsmarkmiðanna rýnum við í matarvenjur okkar og hvar möguleikar eru til að innleiða sjálfbærni-hugsjón þegar kemur að innkaupum, eldamennsku og nýtingu.
Sólveig Ólafsdóttir, Sagnfræðingur
Margrét Sigfúsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Hússtjórnarskólans
Sigurjón Bragi Geirsson, kokkur
Fundarstjórn: Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Veranda og Vesturports
Heimili heimsmarkmiðanna: Virði náttúrunnar
Náttúran á Íslandi verður ekki metin til fjár, eða hvað? Er nóg að vera með 2-4 fossa, 5 góðar laxveiðiár og 12 firði? en 6 ár og 3 fossa? Verðum við að fórna náttúru fyrir hagvöxt – eða er það tvígreining á röngum forsendum? Á þessum opna vettvangi Heimili Heimsmarkmiðanna reynum við að “verðleggja” íslenska náttúru.
Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekingur og prófessor
Ossur Sigurðsson, jarðfræðingur og ljósmyndari
Daði Már Kristófersson, hagfræðingur og prófessor
Kata Oddsdóttir, fundarstjóri
Heimili heimsmarkmiðanna: hvernig er jöfnuður?
Íslenskt samfélag er talið opið og umburðarlynt, en hver er upplifun fatlaðs fólks á jöfnuði, aðgengi og inngildingu í íslensku samfélagi?
Við fá um til okkar Hauk Guðmundsson – formann Átaks, Emblu Guðrúnar Ágústsdóttur – leikkonu og félagsfræðing, og Fabiana Morais frá Þroskahjálp sem munu deila sinni reynslu og þekkingu og skapa líflegt samtal við áheyrendur um þetta mikilvæga mál.
Fundarstjórn verður í traustum höndum Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur, fjölmiðlakonu.
Hvernig styðjum við hvert annað? Hvernig hafa náin sambönd og samskipti áhrif á geðheilsu okkar? Mörgum finnst samskiptin í samfélaginu hafa breyst og orðið harðari, hvaða áhrif hefur það á okkur? Hvers vegna hugsum við ekki um forvarnir við geðsjúkdómum eins og við hugum að annarri líkamlegri heilsu?
Á þessum fundi Heimilis Heimsmarkmiðanna snúum við okkur að félagslegum markmiðum Heimsmarkmiðanna, og ræðum um geðheilsu.
Sérfræðingateymið kemur úr ólíkum áttum og mun deila vitneskju og reynslu sinni.
Ólafur Þór Ævarsson – geðlæknir og stofnandi Streituskólans.
Tómas Kristjánsson – sálfræðingur og lektor við HÍ.
Svava Arnardóttir – Formaður Geðhjálpar
Magnús Hallur Jónsson – fundarstjóri
Íslensk stjórnvöld telja að fimmta Heimsmarkmiðinu, jafnrétti kynjanna, sé nánast náð. Við ætlum að skoða þetta aðeins nánar, líta yfir farinn veg og gera okkur grein fyrir því hvort úrbóta er þörf.
Sérfræðingarnir sem mæta til okkar eru:
Tatiana Latinovic – formaður Kvenréttindafélags Íslands
Brynja Elísabeth Halldórsdóttir – dósent við HÍ
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir – fyrrverandi þingmaður Kvennalistans og prófessor emeritus
Guðrún Sóley Gestsdóttir – fjölmiðlamaður mun stýra fundinum
Fjölskyldur á flótta undan stríði, hungursneyð og öðrum hörmungum koma til Íslands í leit að betra lífi fyrir börnin sín og sig. En hvernig gengur þeim að verða fullgildir meðlimir í íslensku samfélagi? Hvernig bregst samfélagið og kerfi samfélagsins við aukinni fjölbreytni, breyttum þörfum og nýjum áskorunum?
Samkvæmt nýrri úttekt OECD um inngildingu innflytjenda hefur það mistekist að skapa inngildandi samfélag. Það eru margar augljósar hindranir, til að mynda tungumálið, en einnig aðrar sem innfæddir gera sér ekki grein fyrir. Við ætlum að ræða þessi mikilvægu mál og líta blákalt í spegilinn.
Jasmina Vajzovic Crnac
Magnea Marinósdóttir
Najlaa Attaallah
Magnús Hallur Jónsson