Hvað er Heimsmarkmiðaheimili?
Heimsmarkmiðaheimili er heimili þar sem umhverfis-, félags- og efnahagsleg sjálfbærni er höfð að leiðarljósi. Við hvetjum ykkur til taka af skarið með einföldum aðgerðum. Aðgerðirnar einar og sér hafa kannski ekki mikil áhrif en samtakamátturinn og reglufestan geta gert margar litlar aðgerðir mjög áhrifamiklar.
Þegar þessar aðgerðir eru ekki lengur átak en eru orðnar að föstum vana og sjálfsögðum hluta af tilverunni þá er raunverulegt skref stigið í átt að sjálfbærara og þrautseigara samfélagi. Þegar við erum orðin meðvituð um hvernig okkar daglega líf gengur á auðlindir jarðar og samfélagsins getum við ekki annað en tekið upp sjálfbæra lifnaðarhætti.
Átak heimila í að taka upp sjálfbæra hætti.
Heimsmarkmiðaheilimi í mótun: veljið og skráið 3 aðgerðir, mega vera af listanum eða bæta við nýjum aðgerðum og flokka undir viðeigandi markmið
Heimsmarkmiðaheimili: 3-6 aðgerðir
Bjargvættur: 6+ aðgerðir