Á undan tónleikum og öðrum menningarviðburðum býðst gestum að snæða léttan kvöldverð í veitingastofum Hannesarholts.

Kvöldverðurinn svokallaður ”menningarplatti” samanstendur af nokkrum smáréttum og heimabökuðu brauði. Hverjir réttirnir eru í hvert sinn er breytilegt eftir árstíma og skapi kokksins en við þorum að lofa að hann er stórkostleg upplifun fyrir bragðlaukana í hvert sinn.

Menningarplattann þarf að panta fyrirfram með borðapöntun í síðasta lagi kl. 16.00 daginn fyrir í síma 511 1904 eða á netfanginu hannesarholt@hannesarholt.is