Á útmánuðum var efnt til samkeppni um nafn á nýjan fjölnota sal sem stendur við Hannesarholt. Yfir eitt hundrað tillögur bárust og því úr vöndu að ráða fyrir valnefndina sem skipuð var fulltrúum úr stjórn og menningarráði auk forstöðumanns.
Að endingu varð niðurstaðan sú að nefna salinn Hljóðberg en höfundur þeirrar tillögu er Haukur Ingvarsson, útvarpsmaður og rithöfundur. Nafnið var opinberað við vígslu nýs flygils í gær og Hauki færð gjöf að launum.
Öllum þeim sem sendu inn tillögu í nafnasamkeppnina eru færðar kærar þakkir fyrir þátttökuna.