VEITINGAHÚSIÐ / THE RESTAURANT

MATURINN Í HANNESARHOLTI

Heimatilbúinn og hollur matur útbúinn frá grunni.

Á matseðli okkar er alltaf að finna úrval grænmetisrétta ásamt ferskum fiskrétti dagsins. Réttirnir, sem allir eru heimatilbúnir frá grunni, eru unnir úr hráefnum sem við sækjum eftir megni í nærumhverfi okkar. Á matseðli kappkostum við að hafa alltaf gott úrval Vegan-rétta, en þeir eru framleiddir án dýraafurða.

Allt bakkelsi er bakað í húsinu og má gjarnan finna í kökuborði okkar hjónabandssælu, eplaköku, veganköku, súkkulaðiköku og gjarnan marengs eða pekan hnetuköku. Grænmetisbaka er alltaf til og er hægt að fá hitaða grænmetisböku á meðan húsið er opið eftir að eldhúsinu hefur verið lokað.

Meðvituð innkaupa- og neyslustefna

Í Hannesarholti ríkir umhverfismeðvituð neyslu-, matar- og innkaupastefna. Við leggjum okkar af mörkum, til að lágmarka vist­sporið sem húsið og starfsemin skilur eftir sig með flokkun sorps og leggjum okkur fram um að það sem fellur af í rekstrinum, fái nýtt líf í höndum annarra.

Réttirnir, sem allir eru heimatilbúnir frá grunni, eru unnir úr hráefnum sem við sækjum í nærumhverfi okkar.