Maturinn í Hannesarholti

mynd af ljúffengum fiskrétti

Heimatilbúinn og hollur matur útbúinn frá grunni

Á matseðli okkar er alltaf að finna ferskan fiskrétt dagsins, grænmetisrétt og súpu ásamt heimabökuðu brauði. Réttirnir, sem allir eru heimatilbúnir frá grunni, eru unnir úr hráefnum sem við sækjum eftir megni í nærumhverfi okkar. Á matseðli kappkostum við að hafa alltaf gott úrval Vegan-rétta, en þeir eru framleiddir án dýraafurða.

Réttirnir, sem allir eru heimatilbúnir frá grunni, eru unnir úr hráefnum sem við sækjum í nærumhverfi okkar.

Vá hvað þetta lítur vel út, bragðaðist líka dásamlega
kaka sem lítur ótrúlega vel út

Allt bakkelsi er bakað í húsinu og má gjarnan finna í kökuborði okkar brauðtertur, gulrótarköku, hjónabandssælu, eplaköku, ostakökur, tiramisu, kókoskúlur, hafraklatta og karamellu marengs. Margar af kökunum okkar henta fyrir grænkera.

Meðvituð innkaupa- og neyslustefna

Í Hannesarholti ríkir umhverfismeðvituð neyslu-, matar- og innkaupastefna. Við leggjum okkar af mörkum, til að lágmarka vist­sporið sem húsið og starfsemin skilur eftir sig með flokkun sorps og leggjum okkur fram um að það sem fellur af í rekstrinum, fái nýtt líf í höndum annarra.

sjónarhorn frá borði út um glugga