Syngjum saman

1.hæð og Hljóðberg

Unnur Sara Eldjárn og Hlynur Þór Agnarsson stjórna klukkustundarlangri söngstund fyrir almenning þar sem textar birtast á tjaldi og allir syngja með. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum.

kr.1000

Systkinatónleikar – uppselt – aukatóleikar á sunnudag

1.hæð og Hljóðberg

Systkinin Kristín og Guðfinnur Sveinsbörn blása nú til sinna annarra systkinatónleika. Annað árið í röð, þá myndu einhverjir segja að þetta væri orðin hefð. Þau ætla að flytja sönglög sem og óperuaríur úr ýmsum áttum, innlend sem erlend og að sjálfsögðu verða til viðbótar á dagskránni íslenskar dægurlagaperlur sem allir ættu að kannast við. Þetta eru fyrstu tónleikar Kristínar á íslandi síðan hún gekk til liðs við óperuakademíu La Scala í Mílanó. Á tónleikunum verður frumfluttur dúett sem Petter Ekman semur við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur, Fimm börn, sérstaklega fyrir þetta tækifæri. Hér er líka hefð í myndun, annað árið í röð fá systkinin til liðs við sig ungt tónskáld til að semja dúett fyrir tækifærið. Meðleikari á tónleikunum er Hrönn Þráinsdóttir.

kr.2000

Tónleikar – Agnar Már Magnússon

1.hæð og Hljóðberg

Dagskrá tónleikanna verður tvískipt: Fyrir hlé verða frumflutt 16 píanóverk eftir Agnar Má, sem nefnast Þræðir (nr.1-16). Þau voru gefin út á bók síðastliðið haust. Eftir hlé koma Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassaleikari og Scott Maclemore trommuleikari og leika nýtt efni með Agnari af væntanlegum geisladiski, sem kemur út í sumar hjá Dimmu. Tríóið mun taka efnið upp í næstu viku.

kr.2500

Samsöngur á sunnudegi

1.hæð og Hljóðberg

Sigríður Ása Sigurðardóttir og Gautur Gunnlaugsson stjórna almennum samsöng í [...]

ISK1.000

Syngjum saman

1.hæð og Hljóðberg

Íslendingar hafa löngum ræktað sönghefðina á mannamótum og í rútubílum, [...]

ISK1000