Tónleikar (Concerts)
-
-
„Á vængjum söngsins“ Diddú og Anna Guðný
HljóðbergNotalegt laugardagssíðdegi með söngspili vinkvennanna Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur og Sigrúnar Hjálmtýsdóttur. Kristín Þorkelsdóttir sýnir pastelmyndir sem hún hefur unnið nýlega af Diddú.
kr.2500 -
Jazztónleikar – Ife, Óskar og Eyþór
Hljóðberg Grundarstígur 10, ReykjavíkJazztónleikar Ife Tolentino, Óskars Guðjónssonar og Eyþórs Gunnarssonar. Á efnisskránni verður tónlist af diskinum VOCÉ PASSOU AQUI sem þeir félagar gáfu út 2014 og einnig af óútkomnum diski.
kr.2500 -
-
Tónleikar – Sumarnætur
HljóðbergJana María Guðmundsdóttir syngur klassísk ljóð og aríur, meðal annars [...]
kr.2000 -
Tónleikar – Agnar Már Magnússon
1.hæð og HljóðbergDagskrá tónleikanna verður tvískipt: Fyrir hlé verða frumflutt 16 píanóverk eftir Agnar Má, sem nefnast Þræðir (nr.1-16). Þau voru gefin út á bók síðastliðið haust. Eftir hlé koma Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassaleikari og Scott Maclemore trommuleikari og leika nýtt efni með Agnari af væntanlegum geisladiski, sem kemur út í sumar hjá Dimmu. Tríóið mun taka efnið upp í næstu viku.
kr.2500 -
-
Söngstund að sumarlagi
Söngstund með Kristjáni Sigurðssyni og Sæunni Þorsteinsdóttur í veitingastofum Hannesarholts verður rólegheitakvöld þar sem fólk getur tyllt sér við borð í fallegum stofum, fengið sér vatn, kaffi eða eitthvað annað að drekka, hlustað á tónlist og skemmtilega texta og vonandi átt góða stund. Enginn aðgangseyrir.
-
-
triu – tónleikar
HljóðbergAusturríski sönghópurinn TRIU heldur söngtónleika án undirleiks, þar sem þau leika með mannsröddina með tilfinningu, krafti og samhljómi. Dagsskráin er fjölbreytt og lífleg; hefðbundin músík frá Afríku, Ástralíu og Evrópu í bland við jazz og popptónlist.
IKR2500 -
Systkinatónleikar – uppselt – aukatóleikar á sunnudag
1.hæð og HljóðbergSystkinin Kristín og Guðfinnur Sveinsbörn blása nú til sinna annarra systkinatónleika. Annað árið í röð, þá myndu einhverjir segja að þetta væri orðin hefð. Þau ætla að flytja sönglög sem og óperuaríur úr ýmsum áttum, innlend sem erlend og að sjálfsögðu verða til viðbótar á dagskránni íslenskar dægurlagaperlur sem allir ættu að kannast við. Þetta eru fyrstu tónleikar Kristínar á íslandi síðan hún gekk til liðs við óperuakademíu La Scala í Mílanó. Á tónleikunum verður frumfluttur dúett sem Petter Ekman semur við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur, Fimm börn, sérstaklega fyrir þetta tækifæri. Hér er líka hefð í myndun, annað árið í röð fá systkinin til liðs við sig ungt tónskáld til að semja dúett fyrir tækifærið. Meðleikari á tónleikunum er Hrönn Þráinsdóttir.
kr.2000 -
-
Sónötur fyrir selló og píanó
HljóðbergGeirþrúður Anna Guðmundsdóttir, sellóleikari og Bjarni Frímann Bjarnason, píanóleikari flytja sónötur fyrir píanó og selló eftir Debussy, Bethoven og Mendelssohn.
kr.2500 -
Tónleikar – Frönsk og íslensk rómantík
HljóðbergDúettinn "Fire and Ice" leikur tónlist sem heyrir undir franska og íslenska rómantík. Dúettinn skipa Chrissie Telma Guðmundsdóttir fiðluleikari og Juliana Witt píanóleikari.
kr.1500 -
Söngleikjakvöld í Hannesarholti
HljóðbergSöng-og leikkonurnar María Skúladóttir og Jónína Björt Gunnarsdóttir flytja ýmis lög úr söngleikjum sem settir hafa verið upp á Broadway á síðustu árum. Andri Geir Torfason syngur bakraddir, Ásbjörg Jónsdóttir leikur með á píanó og Þór Adam Rúnarsson leikur á trommur.
kr.1500
