fantasíur
Bókmenntaspjall – Gunnar Theodór Eggertsson
HljóðbergGunnar Theodór Eggertsson spjallar um dýrasögur og barnabækur og fantasíur og hvað annað sem kemur upp í hugann í bókmenntaspjalli. Hann varði nýlega doktorsritgerð sína í almennri bókmenntafræði, sem nefnist Eiginleg dýr: Athuganir á veröldum dýra í tungumáli, menningu og sagnahefð, eða Literal Animals: An Exploration of Animal Worlds through Language, Culture and Narrative, við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Gunnar hefur einnig skrifað nokkrar bækur fyrir börn og ungmenni og hlaut m.a. Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Steindýrin árið 2008 og tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Drauga-Dísu árið 2015. Vegan súpa og heimabakað brauð í boði frá kl.18.30 á kr.2150. Borðapantanir í síma 511-1904.