Hleð Viðburðir

Djasstrompetleikarinn Hannes Arason hefur undanfarin þrjú ár stundað nám í Stokkhólmi, þar sem hann stofnaði hljómsveitina Hannes Arason Kvartett. Svíarnir úr kvartett Hannesar eru nú á leið til landsins og hyggst hljómsveitin halda tónleika í Hannesarholti miðvikudaginn 21. ágúst. Kvartett Hannesar spilar frumsamda, framsækna djasstónlist sem leggur áherslu á samspuna með djúpri hlustun. Hljómsveitin blandar saman flæðandi dýnamískum köflum og þéttskrifuðum útsetningum. Taktfastir rytmar, ómþýðir hljómar og frjáls spuni mynda heild sem kemur sífellt á óvart.

Hannes Arason – trompet, flügelhorn Oskar Nöbbelin – píanó Amanda Karström – kontrabassi Filip Öhman – trommur Hannes Arason er upprennandi trompetleikari á íslensku og sænsku tónlistarsenunni. Hann gaf út sína fyrstu plötu, Frífólk, í febrúar 2024, þar sem hann blandaði frjálsum spuna saman við áhrifum frá sænskri og íslenskri þjóðlagatónlist. Í tónlist sinni leggur hann áherslu á frjálsan spuna, tilraunamennsku og samruna mismunandi tónlistarstefna. Hannes útskrifaðist vorið 2024 með bakkalárgráðu í djasstrompetleik frá Kungl. Musikhögskolan i Stockholm og áður kláraði hann burtfarapróf í rytmískum trompetleik frá MÍT. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30, miðaverð er 4.900 krónur og gengið er inn í Hljóðberg í Hannesarholti af Skálholtsstíg.

Upplýsingar

Dagsetn:
21. ágúst
Tími:
20:30 - 22:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map