

10 ára Skarkali
13. júní @ 20:00 - 21:30
Á 10 árum hefur Ingi Bjarni gefið út 7 plötur! Ýmislegt hefur gerst hjá honum sem tónlistarmanni og manneskju á þessum 10 árum. En fyrsta plata hans, Skarkali, verður samt alltaf mikilvægur hornsteinn í tónlistarþroska hans. Skarkali kom út í júlí 2015 og voru haldnir útgáfutónleikar í Hannesarholti. Nú í sumar er 10 ára útgáfuafmæli plötunnar og verður hún flutt í heild sinni í Hannesarholti af því tilefni. Með í för verða Valdimar Olgeirsson á bassa og Óskar Kjartansson á trommur, en þeir spiluðu einmitt með á plötunni Skarkali og á útgáfutónleikunum fyrir 10 árum.
Ingi Bjarni hefur leikið eigin tónsmíðar með fjölda tónlistarfólks á Íslandi, í Japan og í Evrópu, gefið út nótnabækur o.s.frv. Hann hefur hlotið talsverða athygli og viðurkenningu fyrir plötur sínar, en þær hafa allar fengið jákvæða gagnrýni í erlendum miðlum. Á íslensku tónlistarverðlaununum 2025 hlaut hann verðlaun fyrir jazzlag ársins 2024. Einnig var hann tilnefndur sem jazzflytjandi ársins og fyrir jazzplötu ársins.
Ingi Bjarni has released seven albums over the past ten years! A lot has happened for him as a musician and as a person during this time. However, his first album, Skarkali, will always remain a cornerstone in his musical development. Skarkali was released in July 2015, with a release concert held at Hannesarholt. This summer marks the album’s 10th anniversary, and to celebrate, it will be performed in its entirety at Hannesarholt. Joining him will be Valdimar Olgeirsson on bass and Óskar Kjartansson on drums—both of whom played on Skarkali and at the release concert ten years ago.
Ingi Bjarni has performed his own compositions with numerous musicians in Iceland, Japan, and across Europe, released sheet music books, and more. All his albums have received recognition and positive reviews in international media. At the 2025 Icelandic Music Awards, he won the award for Jazz Composition of the Year (2024). He was also nominated for Jazz Performer of the Year and Jazz Album of the Year.