This event has passed.

Syngjum Saman með Jóhanni Sigurðarsyni og Pálma Sigurhjartarsyni
15. nóvember @ 14:00 - 15:00
Syngjum saman í Hannesarholti með Jóhanni Sigurðarsyni og Pálma Sigurhjartarsyni laugardaginn 15.nóvember kl.14. Textar á tjaldi og allir syngja með. Ókeypis aðgangur.
Jóhann Sigurðarson leikari og söngvari og Pálmi Sigurhjartarson tónlistarmaður og píanóleikari hafa starfað saman um árabil bæði í leikhúsi og í tónlist og komið víða við. Nú síðast gerðu þeir tónleikadagskrána 44 ár á fjölunum í Borgarleikhúsinu með söngvum sögum og sprelli.
Í Hannesarholti munu þeir leiða dagskrána Syngjum saman 15. nóvember kl 14: Þar munu þeir leika og syngja vel valin þekkt lög úr ýmsum áttum ásamt áhorfendum. Lofað er góðri skemmtun og fólk hvatt til að syngja með. Allar kynslóðir velkomnar.

