2026-01-29T00:00:00+00:00
Hleð Viðburðir

Heimili Heimsmarkmiðanna býður öllum áhugasömum, einkum og sér í lagi eldri borgurum að mæta á opin umræðufund í Hannesarholti. Rætt verður um vaxandi upplýsingaóreiðu í samfélaginu.

Í dag er sífellt erfiðara að greina á milli hvað er satt og hvað er logið. Samfélagsmiðlar eru mettaðir af sannfærandi ósannindum, á meðan raunverulegar fréttir geta virst ótrúlegar, þótt þær séu sannar. Í heimi þar sem mörkin milli sannleika og skáldskapar verða sífellt óskýrari vakna brýnar spurningar: Hvernig bregðumst við við gervigreind, falsfréttum, rangupplýsingum og netsvikum? Og hvernig endurheimtum og styrkjum við fjölmiðlalæsi á nýjum tímum?

Til okkar í Hannesarholt mæta sérfræðingar með mikla þekkingu á efninu: Haukur Brynjarsson, sérfræðingur hjá Netvís – Netöryggismiðstöð Íslands, Jón Gunnar Ólafsson, lektor við HÍ og Sigríður Dögg, formaður Blaðamannafélags Íslands, Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms stýrir fundinum.

Fundurinn er gjaldfrjáls og verður einnig sendur út í streymi.

Upplýsingar

Staðsetning

Go to Top