This event has passed.
Music in familiar spaces – Elfa Rún og Vladimir Waltam
21/12/2017 @ 19:30
| frjáls framlögMusic in familiar spaces
– færum klassíska tónlist fjær tónleikahúsunum og nær almenningi –
Fimmtudagskvöldið 21. desember munu fiðluleikarinn Elfa Rún Kristinsdóttir og sellóleikarinn Vladimir Waltam leika stofutónleika í Hannesarholti undir formerkjum ,,Music in familiar spaces“
,,Music in familiar spaces’’ er hreyfing sem hófst í Bandaríkjunum og miðar að því að færa klassíska tónlist fjær tónleikahúsunum og nær almenningi. Kaffihús, samkomuhús og veitingahús já, eða heimahús. Tónleikar Elfu og Vladimir eru hluti þessarar hreyfingar og hefja þau leik kl. 19:30 fimmtudagskvöldið 21. desember í Veitingastofum Hannesarholts. Tónleikarnir munu síðan færast í Bókastofur og því næst á Baðstofulofti.
Miðaverð er undir áheyrendum komið og verður kassi fyrir frjáls framlög og posi í afgreiðslu Hannesarholts.